Lykilmaður í landsliðinu til Keflavíkur

Finninn Remu Raitanen er kominn til Keflavíkur.
Finninn Remu Raitanen er kominn til Keflavíkur. Ljósmynd/Keflavík

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningi við finnska landsliðsmanninn Remu Raitanen.

Raitanen er rúmir tveir metrar og reynslumikill framherji. Hann er lykilmaður í finnska landsliðinu og hefur leikið rúma 40 leiki fyrir þjóð sína.

Hann hefur spilað í efstu deildum Finnlands og Slóvakíu. Þá hefur hann einnig leikið í spænsku B-deildinni. Hann var valinn leikmaður ársins í finnsku deildinni árið 2022. 

Keflavík er í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar með átta stig, eins og fjögur önnur lið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert