Njarðvík fór illa með botnliðið

Mario Matasovic átti stórleik fyrir Njarðvík.
Mario Matasovic átti stórleik fyrir Njarðvík. Árni Sæberg

Njarðvík er komin aftur á sigurbraut í úrvalsdeild karla í körfubolta eftir tvo tapleiki í röð. Njarðvíkingar sigruðu botnlið Hauka á útivelli í kvöld, 93:74.

Njarðvík er með tíu stig, eins og Grindavík, fjórum stigum á eftir toppliði Tindastóls. Haukar eru án stiga á botninum.

Njarðvík var með 49:38-forskot í hálfleik og hélt áfram að bæta í forskotið í seinni hálfleik og var sigur Njarðvíkinga afar öruggur.

Mario Matasovic skoraði 26 stig fyrir Njarðvík og tók tólf fráköst. Veigar Páll Alexandersson gerði 22 stig. Steven Verplancken skoraði 18 stig fyrir Hauka, eins og Tyson Jolly.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert