Tindastóll með tveggja stiga forskot

Dedrick Basile lék afar vel fyrir Tindastól.
Dedrick Basile lék afar vel fyrir Tindastól. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Tindastóll náði tveggja stiga forskoti á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta með sigri á Álftanesi, 109:99, á heimavelli sínum á Sauðárkróki í kvöld.

Stólarnir eru nú með 14 stig, tveimur stigum meira en Stjarnan sem á leik til góða. Álftanes er með átta stig, eins og Keflavík, KR og Þór frá Þorlákshöfn um miðja deild.

Eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik var Álftanes með fjögurra stiga forskot í hálfleik, 59:55. Tindastóll vann annan leikhluta 32:20 og sigldi sigrinum örugglega í höfn í fjórða leikhluta.

Dedrick Baisle skoraði 29 stig fyrir Tindastól og Sadio Doucoure gerði 23 og tók níu fráköst. Dúi Þór Jónsson skoraði 22 fyrir Álftanes og Andrew Jones bætti við 20.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert