Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta og þjálfari karlaliðs Tindastóls, er kominn í eins leiks bann í úrvalsdeild karla.
Þjálfaranum reynslumikla var vikið af hliðarlínunni í leik Tindastóls og Álftaness á dögunum og hefur Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ úrskurðað hann í bann.
Hann verður því ekki á hliðarlínunni er Tindastóll mætir Keflavík á útivelli annað kvöld.
Tindastóll er í toppsæti deildarinnar með 14 stig, eins og Stjarnan. Eru liðin með fjögurra stiga forskot á Grindavík og Njarðvík.