Stjarnan er stjarnan í Garðabæ

Júlíus Orri Ágústsson úr Stjörnunni sækir að körfu Álftaness í …
Júlíus Orri Ágústsson úr Stjörnunni sækir að körfu Álftaness í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjarnan vann í kvöld öruggan sigur á Álftanesi, 97:77, á útivelli í Garðabæjarslag í úrvalsdeild karla í körfubolta.

Stjörnumenn eru á toppnum með 16 stig, tveimur meira en Tindastóll sem leikur nú við Keflavík og getur jafnað Stjörnuna að stigum á ný. Álftanes er í sjöunda sæti með átta stig.

Stjarnan vann fyrsta leikhlutann 23:20 og vann svo annan og þriðja leikhluta með samanlagt 19 stigum og var eftirleikurinn auðveldur í fjórða leikhluta.

Orri Gunnarsson skoraði 21 stig í jöfnu liði Stjörnunnar og Ægir Þór Steinarsson gerði 18 stig. Dimitrios Klonaras skoraði 19 fyrir Álftanes. David Okeke skoraði 13 stig fyrir heimamenn.

Álftanes - Stjarnan 77:97

Álftanes, Bónus deild karla, 06. desember 2024.

Gangur leiksins:: 0:14, 11:16, 16:18, 20:23, 23:30, 31:40, 35:49, 43:53, 43:61, 50:70, 54:75, 60:82, 62:82, 64:86, 68:87, 77:97.

Álftanes: Dimitrios Klonaras 19/9 fráköst, David Okeke 13/9 fráköst, Haukur Helgi Briem Pálsson 12/4 fráköst, Andrew Jones 8, Daði Lár Jónsson 5, Viktor Máni Steffensen 4/4 fráköst, Dúi Þór Jónsson 4, Hörður Axel Vilhjálmsson 4/6 stoðsendingar, Arnar Geir Líndal 3, Hjörtur Kristjánsson 3, Tómas Þórður Hilmarsson 2/4 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 11 í sókn.

Stjarnan: Orri Gunnarsson 21/8 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 18/5 fráköst/7 stoðsendingar, Shaquille Rombley 14/13 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 14/4 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 9/7 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 6, Jase Febres 6/5 fráköst/3 varin skot, Viktor Jónas Lúðvíksson 5/4 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 4.

Fráköst: 34 í vörn, 16 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert