Bikarmeistararnir úr leik

Brittanny Dinkins skoraði 30 stig í dag.
Brittanny Dinkins skoraði 30 stig í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Njarðvík sló bikarmeistara Keflavíkur úr leik í bikarkeppni kvenna í körfubolta í dag eftir hörkuleik sem endaði 76:75 fyrir Njarðvík.

Keflavík var með forystuna í seinni hálfleik en Njarðvík var aldrei langt undan. Njarðvík jafnaði metin og Emilie Hesseldal kom Njarðvík yfir á 39. mínútu, 75:73, en Sara Rún Hinriksdóttir jafnaði í 75:75.

Brittany Dinkins fékk tvö vítaskot á lokasekúndunum leiksins fyrir Njarðvík og setti fyrra en klúðraði seinna og Keflavík tók leikhlé þegar fimm sekúndur voru eftir. 

Keflavík náði ekki að nýta síðustu sókn leiksins og Njarðvík fer í átta liða úrslit.

Brittanny Dinkins átti stórleik og var stigahæst fyrir Njarðvík með 30 stig og átta fráköst. Emilie Sofie Hesseldal var með 13 stig, Bo Guttormsdóttir-Frost 12 stig og Ena Viso 12 stig.

Fyrir Keflavík var Jasmine Dickey stigahæst með 27 stig og auk þess tók hún 14 fráköst. 

Anna Lára Vignrsdóttir var með 11 stig, Thelma Dís Ágústsdóttir 10, Sara Rún Hinriksdóttir 10, Anna Ingunn Svansdóttir 9.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert