Fjórði sigur Cleveland í röð

Evan Mobley skoraði 41 stig í kvöld.
Evan Mobley skoraði 41 stig í kvöld. AFP/Jason Miller

 Cleveland Cavaliers höfðu betur gegn Charlotte Hornets, 116:102, í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta í Charlotte í kvöld.

Evan Mobley átti stórleik fyrir Cleveland en hann skoraði 41 stig og tók 10 fráköst í fjórða sigri liðsins í röð. Þeir Dean Wade og Caris LeVert bættu við 19 stigum hvor fyrir gestina.

Hjá Charlotte var Brandon Miller stigahæstur með 25 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert