Stjarnan sigraði Fjölni, 123:74, í bikarkeppni kvenna í körfubolta í Grafarvogi í kvöld og fer í átta liða úrslit.
Stjarnan er í sjötta sæti í úrvalsdeild en Fjölnir er í þriðja sæti í 1. deild.
Stjarnan er sjöunda liðið til að tryggja sér sæti í úrslitum í dag en ásamt þeim eru Þór, Grindavík, Ármann, Hamar/Þór, Tindastóll og Njarðvík komin áfram. Síðasti leikurinn í 16-liða úrslitum er leikur Vals gegn Haukum á morgun.
Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir var markahæst fyrir Fjölni með 19 stig og Aðalheiður María Davíðsdóttir var með 15 stig. Brazil Harvey-Carr var með 13 stig og Elín Heiða Hermannsdóttir 10 stig.
Denia Davis-Stewart var stigahæst hjá Stjörnunni með 22 stig og Ísey Guttormsdóttir Frost var með 20 stig. Diljá Ögn Lárusdóttir skoraði 19 stig og Elísabet Ólafsdóttir 14 stig.