Sannfærandi sigur Stjörnunnar

Denia Davis-Stewart skoraði 22 stig í kvöld.
Denia Davis-Stewart skoraði 22 stig í kvöld. Eggert Jóhannesson

Stjarnan sigraði Fjölni, 123:74, í bikarkeppni kvenna í körfubolta í Grafarvogi í kvöld og fer í átta liða úrslit.

Stjarnan er í sjötta sæti í úrvalsdeild en Fjölnir er í þriðja sæti í 1. deild.

Stjarnan er sjöunda liðið til að tryggja sér sæti í úrslitum í dag en ásamt þeim eru Þór, Grinda­vík, Ármann, Ham­ar/Þ​ór, Tinda­stóll og Njarðvík komin áfram. Síðasti leikurinn í 16-liða úrslitum er leikur Vals gegn Haukum á morgun.

Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir var markahæst fyrir Fjölni með 19 stig og Aðalheiður María Davíðsdóttir var með 15 stig. Brazil Harvey-Carr var með 13 stig og Elín Heiða Hermannsdóttir 10 stig.

Denia Davis-Stewart var stigahæst hjá Stjörnunni með 22 stig og Ísey Guttormsdóttir Frost var með 20 stig. Diljá Ögn Lárusdóttir skoraði 19 stig og Elísabet Ólafsdóttir 14 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert