Njarðvík er komið áfram í átta liða úrslit í bikarkeppni karla í körfubolta eftir 121:87-sigur gegn Selfossi í Njarðvík í kvöld.
Njarðvík er í þriðja sæti í úrvalsdeild en Selfoss er í neðsta sæti í næstefstu deild.
Sigur heimamanna var aldrei í mikilli hættu en þeir voru 41:22 yfir eftir fyrsta leikhluta og 18 stigum yfir í hálfleik, 64:46. Selfoss skoraði aðeins 11 stig í þriðja leikhluta og staðan var 100:57 eftir hann. Selfoss skoraði 30 stig í fjórða leikhluta og Njarðvík aðeins 21 en leikurinn endaði með 34 stiga sigri heimamanna, 121:87.
Veigar Páll Alexandersson var stigahæstur fyrir Njarðvík með 24 stig. Þeir Mario Matasovic og Guðmundur Aron Jóhannesson voru með 17 stig hvor og Dominykas Milka var með 14.
Skarphéðinn Árni Þorbergsson og Follie Bogan voru stigahæstir fyrir Selfoss með 17 stig. Ari Hrannar Bjarmason skoraði 15 stig og Vojtéch Novák skoraði 14 stig.
IceMar-höllin, VÍS bikar karla, 08. desember 2024.
Gangur leiksins:: 9:5, 19:13, 27:18, 41:22, 44:26, 51:32, 58:38, 64:46, 74:49, 84:49, 90:50, 100:57, 100:64, 105:69, 113:77, 121:87.
Njarðvík: Veigar Páll Alexandersson 24/5 fráköst, Mario Matasovic 17/6 fráköst, Guðmundur Aron Jóhannesson 17/5 fráköst, Dominykas Milka 14/4 fráköst, Sigurbergur Ísaksson 10, Isaiah Coddon 9/4 fráköst, Khalil Shabazz 9/4 fráköst/9 stoðsendingar, Brynjar Kári Gunnarsson 8/4 fráköst, Alexander Smári Hauksson 5, Sigurður Magnússon 4, Mikael Máni Möller 2, Snjólfur Marel Stefánsson 2/5 fráköst.
Fráköst: 28 í vörn, 16 í sókn.
Selfoss: Follie Bogan 17/4 fráköst, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 17/5 fráköst, Ari Hrannar Bjarmason 15, Vojtéch Novák 14/4 fráköst/5 stolnir, Tristan Máni Morthens 9, Arnór Bjarki Eyþórsson 4/4 fráköst, Ísak Júlíus Perdue 3, Birkir Máni Sigurðarson 3, Óðinn Freyr Árnason 3, Gísli Steinn Hjaltason 2.
Fráköst: 17 í vörn, 9 í sókn.
Dómarar: Federick Alfred U Capellan, Sófus Máni Bender.
Áhorfendur: 110