Sigling Stjörnunnar heldur áfram

Júlíus Orri Ágústsson úr Stjörnunni reynir að komast framhjá Keflvíkingnum …
Júlíus Orri Ágústsson úr Stjörnunni reynir að komast framhjá Keflvíkingnum Sigurði Péturssyni í leiknum í kvöld. Morgunblaðið/Árni Sæberg

​Stjarnan og Keflavík áttust við í kvöld í úrvalsdeild karla í körfubolta í Garðabæ og lauk leiknum með sigri Stjörnunnar 97:93.

Eftir leikinn er lið Stjörnunnar með 18 stig á toppnum, níu sigra í tíu leikjum, og tveimur stigum á undan Tindastóli en Keflavík er áfram með 10 stig.

Það var mikill hraði í leiknum frá fyrstu sekúndu og var jafnræði á með liðunum allan fyrri hálfleikinn. Keflvíkingar leiddu mest allan fyrsta leikhlutan og náðu mest 9 stiga forskoti í stöðunni 22:13 fyrir Keflavík.

Staðan eftir fyrsta leikhluta 28:20 fyrir gestina í Keflavík.

Keflvíkingar byrjuðu annan leikhluta á því að setja niður tvist og auka muninn í 10 stig. Eftir það sóttu Garðbæingar í sig veðrið og minnkuðu muninn hægt og þétt. Að lokum náðu Stjörnumenn forystunni í leikhlutanum í stöðunni 46:44.

Keflvíkingum tókst að jafna leikinn á síðustu sekúndu hálfleiksins með þriggja stiga körfu frá Remu Emil Raitanen.

Staðan í hálfleik jöfn 50:50.

Stigahæstur í liði Stjörnunnar í fyrri hálfleik var Shaquille Rombley með 15 stig. Sigurður Pétursson og Igor Maric voru með 11 stig í liði Keflavíkur.

Ægir Þór Steinarsson var með 7 fráköst í liði Stjörnunnar og Marek Dolezaj var með 5 fráköst í liði Keflavíkur.

Varnarleikur Stjörnunnar sýndi allar sýnur bestu hliðar í þriðja leikhluta sem gaf Garðbæingum frábærar sóknir í kjölfarið. Fór svo að Stjörnumenn náðu glæsilegum 14:0 kafla og komust 11 stigum yfir í þriðja leikhluta í stöðunni 64:53.

Keflvíkingar náðu að klóra í bakkann og minnkuðu muninn niður í minnst 3 stig. Staðan eftir þriðja leikhluta 72:67 fyrir Stjörnuna.

Það var mikill hiti í fjórða leikhluta og reyndu Keflvíkingar að vinna niður forskot Stjörnunnar enn frekar. Vandamál Keflavíkur var að það var þrautinni þyngri fyrir liðið að skora hvert stig sökum öflugrar varnar Stjörnunnar. Að sama skapi var Shaquille Rombley svakalegur undir körfunni.

Keflvíkingar náðu að minnka muninn niður í þrjú stig í stöðunni 90:87 og ein mínútua og fimm sekúndur eftir ef leiknum. Jase Febres eyðilagði draum Keflvíkinga um að jafna leikinn með því að svara strax með þriggja stiga körfu þegar 53,4 sekúndur voru eftir af leiknum.

Keflvíkingar tóku þá leikhlé og freistuðu þess að minnka muninn í næstu sókn. Það tókst ekki og Stjörnumenn röltu hægt og rólega í sókn og sóttu villu.

Fór svo að Stjarnan vann öflugan sigur 97:93 eftir góða tilraun Keflavíkur til að knýja fram framlengingu.

Stigahæstur í liði Stjörnunnar var Shaquille Rombley með 29 stig og 12 fráköst. Í liði Keflavíkur var Ty-Shon Alexander með 19 stig. Marek Dolezaj var með 6 fráköst.

Gangur leiksins:: 7:6, 9:14, 13:19, 20:28, 28:32, 33:36, 42:44, 50:50, 58:53, 64:56, 68:61, 72:67, 74:70, 83:75, 90:80, 97:93.

Stjarnan: Shaquille Rombley 29/12 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 22/5 stoðsendingar, Orri Gunnarsson 16/7 fráköst/3 varin skot, Jase Febres 12/10 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 7/9 fráköst/15 stoðsendingar, Viktor Jónas Lúðvíksson 6/4 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 5.

Fráköst: 32 í vörn, 14 í sókn.

Keflavík: Ty-Shon Alexander 22/5 fráköst, Igor Maric 19, Sigurður Pétursson 17/4 fráköst/5 stoðsendingar, Remu Emil Raitanen 14/5 fráköst, Jaka Brodnik 12/6 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 5, Marek Dolezaj 2/6 fráköst, Jarell Reischel 2/6 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: .

Áhorfendur: 307

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Stjarnan 97:93 Keflavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert