Seinkað vegna flugsamgangna

Leik Sindra og KFG í 1. deild karla í körfuknattleik hefur verið seinkað um hálftíma vegna flugsamgangna.

Leikurinn fer fram á Höfn í Hornafirði í kvöld og átti upphaflega að hefjast klukkan 19.15. Nýr leiktími er hins vegar 19.45.

Í tilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands, KKÍ, segir að seinkunin komi til vegna seinkunar á flugi Icelandair austur, en dómarar leiksins fljúga austur frá Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert