Í persónulegt leyfi vegna tengsla við Diddy?

LeBron James og Sean Combs á góðri stundu.
LeBron James og Sean Combs á góðri stundu. AFP/Christopher Polk

LeBron James, leikmaður Los Angeles Lakers í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik, er kominn í leyfi af persónulegum ástæðum.

Þetta tilkynnti JJ Redick, þjálfari Lakers, á blaðamannafundi liðsins í vikunni en LeBron er lykilmaður í liði Lakers þrátt fyrir að vera orðinn 39 ára gamall og er af mörgum talinn einn besti körfuboltamaður sögunnar.

Hann missti af sínum fyrsta leik á tímabilinu á sunndaginn síðasta þegar Lakers mætti Portland í NBA-deildinni.

Hvað var LeBron að meina?

Fjölmiðlar vestanhafs hafa fjallað mikið um fjarveru James síðustu daga og MMA-kappinn Colby Covington er einn þeirra sem gagnrýndi James harðlega fyrir tengsl sín við tónlistarmanninn Sean „Diddy“ Combs á blaðamannafundi í vikunni.

„Það jafnast ekkert partí á við partí hjá Diddy,“ lét Lebron hafa eftir sér í myndbandi sem hann birti af sér og Combs fyrir fjórum árum síðan á samfélagsmiðlinum Instagram.

„Hvað var LeBron að meina með þessu? Hversu mörg Diddy-partí hefur hann eiginlega farið í,“ sagði Covington meðal annars á blaðamannafundi á miðvikudaginn síðasta en óvíst er hvenær LeBron snýr aftur á körfuboltavöllinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert