Grindavíkurkonur tefla væntanlega fram nýjum leikmanni í kvöld þegar þær mæta Keflavík í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik.
Bandaríski bakvörðurinn Daisha Bradford, sem gengur undir gælunafninu „NuNu“ er komin til liðs við Grindavík og hefur fengið leikheimild.
Hún er 24 ára gömul og átti góðan háskólaferil í Bandaríkjunum þar sem hún sló stigamet ULM-háskólans á lokatímabilinu þar. Daisha lék fyrri hluta vetrar með San German Atleticas í efstu deild í Púertó Ríkó.
Daisha hefur farið mikinn á samskiptamiðiinum Tik-Tok að undanförnu og gengur þar undir nafninu „nunu brasi“.
Leikur Keflavíkur og Grindavíkur hefst klukkan 19.15 og verður í beinni textalýsingu hér á mbl.is.