Stjarnan er fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum bikars karla í körfubolta eftir 100:88-sigur á Álftanesi í kvöld.
Sindri og Valur, KR og Njarðvík og Keflavík og Haukar mætast í átta liða úrslitum á morgun klukkan 19.15.
Stjarnan byrjaði betur og var 27:24 yfir eftir fyrsta leikhluta og 53:46 yfir í hálfleik. Stjarnan var með mikla yfirburði í þriðja leikhluta eftir frábæran varnarleik liðsins og Álftanes skoraði aðeins 17 stig en Stjarnan 28 stig.
Álftanes barðist hetjulega í fjórða leikhluta en Stjarnan hélt áfram að spila góða vörn og sigraði leikinn 100:88.
Jase Febres var stigahæstur fyrir Stjörnuna með 23 stig og tók 12 fráköst. Hilmar Smári Henningsson bætti við 22 stigum.
Justin James var stigahæstur fyrir Álftanes með 22 stig og Dúi Þór Jónsson var með 16 stig.
Gangur leiksins: 3:5, 8:12, 20:23, 24:27, 33:34, 36:39, 38:44, 46:50, 51:58, 51:71, 56:77, 63:81, 71:83, 77:91, 81:93, 88:100.
Álftanes: Justin James 22/6 fráköst/5 stoðsendingar, Dúi Þór Jónsson 16, Haukur Helgi Briem Pálsson 13, Dimitrios Klonaras 13, David Okeke 10/7 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 9, Tómas Þórður Hilmarsson 3/5 fráköst, Viktor Máni Steffensen 2.
Fráköst: 19 í vörn, 7 í sókn.
Stjarnan: Jase Febres 23/12 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 22/7 fráköst/6 stoðsendingar, Ægir Þór Steinarsson 19/10 stoðsendingar, Orri Gunnarsson 14/9 fráköst, Shaquille Rombley 12/6 fráköst/3 varin skot, Kristján Fannar Ingólfsson 6, Bjarni Guðmann Jónson 4.
Fráköst: 28 í vörn, 10 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Davíð Kristján Hreiðarsson.
Áhorfendur: 517.