Vonast til að spila í Grindavík í vor

Íþróttaeldhugi ársins á Íþróttamanni ársins: Lárus Blöndal forseti ÍSÍ, Björg …
Íþróttaeldhugi ársins á Íþróttamanni ársins: Lárus Blöndal forseti ÍSÍ, Björg Elín Guðmundsdóttir, Haukur Guðberg Einarsson, Ingibergur Þór Jónasson, Þórey Edda Elísdóttir frá ÍSÍ mbl.is/Ólafur Árdal

Ingibergur Þór Jónasson formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur segir það liggja í augum uppi að karla- og kvennaliðin, sem bæði leika í úrvalsdeild, vilji snúa aftur heim til Grindavíkur.

Bæði lið hafa spilað heimaleiki sína í Smáranum í Kópavogi í rúmt ár vegna jarðhræringanna í Grindavík og nýtur körfuknattleiksdeild Grindavíkur þar liðsinnis körfuknattleiksdeildar Breiðabliks.

Í samtali við Körfuna sagði Ingibergur Þór að vonir stæðu til þess að liðin gætu spilað í úrslitakeppni Íslandsmótsins með vorinu.

Hver myndi ekki vilja það?

„Framtíðin er auðvitað óljós en okkur langar heim, og hefur langað það síðan við kvöddum bæinn okkar. Ef það gengur eftir að laga planið fyrir utan höllina okkar þá gætum við farið heim og spilað leiki þar í úrslitakeppninni sem yrði stórkostlegt.

Hver myndi ekki vilja mæta á stóran leik heima í Grindavík þar sem við myndum gera eitthvað stórt saman? Nú gangi þetta ekki eftir þá höldum við áfram með samtalið við Breiðablik. Ég held að við séum velkomin að vera þar áfram, það er allavegna það sem ég skynja,“ sagði hann meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert