Njarðvík vann sterkan útisigur á ÍR, 95:91, í 18. umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta í Breiðholtinu í kvöld.
Njarðvíkingar eru í þriðja sæti með 24 stig eftir sigurinn en ÍR er í níunda sæti með 16.
Njarðvík hóf leikinn betur og var yfir með nýju stigum eftir fyrsta leikhluta, 29:20. Í öðrum leikhluta voru ÍR-ingar hins vegar sterkari og náðu að jafna metin, 51:51.
Njarðvíkingar unnu þriðja og fjórða leikhluta með tveimur stigum og unnu að lokum fjögurra stiga sigur.
Khalil Shabazz skoraði 26 stig, tók ellefu fráköst og gaf tvær stoðsendingar í liði Njarðvíkur en Jacob Falko skoraði 34 stig, tók átta fráköst og gaf níu stoðsendingar í liði ÍR.
Skógarsel, Bónus deild karla, 14. febrúar 2025.
Gangur leiksins:: 2:9, 7:17, 12:25, 20:29, 30:39, 40:45, 45:48, 51:51, 56:53, 63:59, 69:71, 71:73, 79:82, 81:84, 88:86, 91:95.
ÍR: Jacob Falko 34/8 fráköst/9 stoðsendingar, Matej Kavas 21/5 fráköst, Oscar Jorgensen 15, Hákon Örn Hjálmarsson 10, Collin Anthony Pryor 4, Dani Koljanin 4, Zarko Jukic 2, Tómas Orri Hjálmarsson 1.
Fráköst: 18 í vörn, 9 í sókn.
Njarðvík: Khalil Shabazz 26/11 fráköst, Dominykas Milka 21/7 fráköst/6 stoðsendingar, Dwayne Lautier-Ogunleye 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Mario Matasovic 14/8 fráköst, Evans Raven Ganapamo 8, Veigar Páll Alexandersson 5, Snjólfur Marel Stefánsson 3, Isaiah Coddon 3.
Fráköst: 29 í vörn, 11 í sókn.
Dómarar: .
Áhorfendur: 169