Stjarnan lagði Þór frá Akureyri, 89:86, í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í kvöld.
Þór er áfram í öðru sæti deildarinnar með 24 stig en Stjarnan er í sjötta sæti með 14 stig.
Fyrri hálfleikur var afar jafn en Þór var einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta, 22:21, og Stjarnan var síðan með tveggja stiga forystu í leikhléi, 44:42.
Sama jafnræði hélt áfram í þriðja leikhluta en Stjarnan var áfram með tveggja stiga forystu að honum loknum, 70:68.
Eftir spennuþrungnar lokamínútur vann Stjarnan að lokum þriggja stiga sigur, 89:86.
Ana Clara Paz skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna og hirti sex fráköst. Esther Marjolein Fokke gerði einnig 29 stig og gaf fimm stoðsendingar fyrir Þór.