Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta fór upp um fimm sæti á heimslista Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, FIBA.
Ísland var í 67. sæti en tók fram úr Noregi, Kenía, Taílandi, Rúanda og Jórdaníu og er komið upp í 62. sæti listans.
Ísland fékk góða einkunn í undankeppni EM en liðið vann einn af sex leikjum sínum og endaði í fjórða og síðasta sæti í F-riðli.