Ísland flaug upp heimslistann

Danielle Rodriguez, leikmaður íslenska landsliðsins.
Danielle Rodriguez, leikmaður íslenska landsliðsins. Ljósmynd/FÍBA

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta fór upp um fimm sæti á heimslista Alþjóðakörfuknatt­leiks­sam­bandsins, FIBA.

Ísland var í 67. sæti en tók fram úr Noregi, Kenía, Taílandi, Rúanda og Jórdaníu og er komið upp í 62. sæti listans.

Ísland fékk góða einkunn í undan­keppni EM en liðið vann einn af sex leikjum sínum og endaði í fjórða og síðasta sæti í F-riðli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert