Grindavík fjarlægðist botnsætið

Daisha Bradford hjá Grindavík á vítalínunni í kvöld.
Daisha Bradford hjá Grindavík á vítalínunni í kvöld. mbl.is/Karítas

Grindavík gerði góða ferð í Garðabæinn í kvöld og sigraði Stjörnuna, 66:62, í úrvalsdeild kvenna í körfubolta.

Grindvíkingar eru í 8.-9. sæti með 12 stig, sex stigum fyrir ofan botnlið Aþenu sem er í slæmum málum. Stjarnan er í 6.-7. sæti með 14 stig, eins og Valur.

Leikurinn í kvöld var kaflaskiptur. Stjarnan var með 20:18 forskot eftir fyrsta leikhluta en Grindavík var yfir í hálfleik, 37:29.

Stjarnan svaraði með góðum þriðja leikhluta og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 51:49, Stjörnunni í vil. Grindavík var hins vegar sterkari aðilinn í fjórða leikhluta og sigldi sigrinum í höfn.

Mariana Duran og Daisha Bradford voru stigahæstar hjá Grindavík með 17 stig hvor. Diljá Ögn Lárusdóttir skoraði 18 fyrir Stjörnuna og Ana Clara Paz gerði 11 stig.  

Stjarnan - Grindavík 62:66

Umhyggjuhöllin, Bónus deild kvenna, 18. febrúar 2025.

Gangur leiksins:: 4:6, 8:11, 11:16, 20:18, 20:18, 23:25, 27:29, 29:37, 33:39, 38:41, 47:43, 51:49, 54:52, 54:61, 60:66, 62:66.

Stjarnan: Diljá Ögn Lárusdóttir 18/4 fráköst, Ana Clara Paz 11/9 fráköst, Fanney María Freysdóttir 10/7 stoðsendingar, Denia Davis- Stewart 10/9 fráköst, Berglind Katla Hlynsdóttir 4, Katarzyna Anna Trzeciak 4/5 fráköst, Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir 3, Elísabet Ólafsdóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 7 í sókn.

Grindavík: Daisha Bradford 17/7 fráköst, Mariana Duran 17/9 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 11, Isabella Ósk Sigurðardóttir 7/14 fráköst, Sofie Tryggedsson Preetzmann 7, Sóllilja Bjarnadóttir 4, Ólöf Rún Óladóttir 3.

Fráköst: 29 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Bjarni Rúnar Lárusson.

Áhorfendur: 150

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert