Grindavík gerði góða ferð í Garðabæinn í kvöld og sigraði Stjörnuna, 66:62, í úrvalsdeild kvenna í körfubolta.
Grindvíkingar eru í 8.-9. sæti með 12 stig, sex stigum fyrir ofan botnlið Aþenu sem er í slæmum málum. Stjarnan er í 6.-7. sæti með 14 stig, eins og Valur.
Leikurinn í kvöld var kaflaskiptur. Stjarnan var með 20:18 forskot eftir fyrsta leikhluta en Grindavík var yfir í hálfleik, 37:29.
Stjarnan svaraði með góðum þriðja leikhluta og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 51:49, Stjörnunni í vil. Grindavík var hins vegar sterkari aðilinn í fjórða leikhluta og sigldi sigrinum í höfn.
Mariana Duran og Daisha Bradford voru stigahæstar hjá Grindavík með 17 stig hvor. Diljá Ögn Lárusdóttir skoraði 18 fyrir Stjörnuna og Ana Clara Paz gerði 11 stig.
Umhyggjuhöllin, Bónus deild kvenna, 18. febrúar 2025.
Gangur leiksins:: 4:6, 8:11, 11:16, 20:18, 20:18, 23:25, 27:29, 29:37, 33:39, 38:41, 47:43, 51:49, 54:52, 54:61, 60:66, 62:66.
Stjarnan: Diljá Ögn Lárusdóttir 18/4 fráköst, Ana Clara Paz 11/9 fráköst, Fanney María Freysdóttir 10/7 stoðsendingar, Denia Davis- Stewart 10/9 fráköst, Berglind Katla Hlynsdóttir 4, Katarzyna Anna Trzeciak 4/5 fráköst, Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir 3, Elísabet Ólafsdóttir 2.
Fráköst: 25 í vörn, 7 í sókn.
Grindavík: Daisha Bradford 17/7 fráköst, Mariana Duran 17/9 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 11, Isabella Ósk Sigurðardóttir 7/14 fráköst, Sofie Tryggedsson Preetzmann 7, Sóllilja Bjarnadóttir 4, Ólöf Rún Óladóttir 3.
Fráköst: 29 í vörn, 8 í sókn.
Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Bjarni Rúnar Lárusson.
Áhorfendur: 150