Fyrir tæplega níu árum skrifaði Kristján Jónsson viðhorfsgrein um körfuboltalandslið karla og framtíð þess á íþróttasíðu Morgunblaðsins.
Árangur liðsins í undankeppni EM 2017 og frammistaða U20 ára landsliðsins voru að hans mati vísbending um nokkuð bjarta framtíð hjá A-landsliðinu.
Bjartari en margir héldu eftir að kynslóð Jóns Arnórs Stefánssonar og Hlyns Bæringssonar drægi sig í hlé. Kristján sagði meðal annars:
„Haukur Helgi Pálsson er orðinn einn allra besti leikmaður liðsins og með umtalsverða reynslu miðað við aldur.“
„Sá klassaleikmaður sem körfuboltaunnendur vonuðust eftir að Martin Hermannsson yrði er smám saman að taka á sig mynd.“
„Miðherjinn hávaxni Tryggvi Snær Hlinason … á margt ólært en ef hann og Ragnar Nathanaelsson halda áfram að taka framförum geta þeir breytt ásýnd og leikstíl landsliðsins eftir nokkur ár.“
Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun.