Landsliðsmaðurinn í undanúrslit með naumindum

Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. mbl.is/Ólafur Árdal

Spænska körfuknattleiksliðið Bilbao er komið í undanúrslit Evrópubikars FIBA í karlaflokki þrátt fyrir að hafa tapað seinni leiknum gegn tyrkneska liðinu Tofas með níu stigum, 102:93, í Tyrklandi í dag. 

Bilbao vann fyrri leikinn á Spáni með tólf stigum, 84:72, og fer því samanlagt áfram, 177:174.

Spennan var gríðarleg í lokin en þá munaði tólf stigum, Tyrkjunum í hag. Muhammad-Ali Abdur-Rahkman skoraði þriggja stiga körfu fyrir Bilbao þegar þrjár sekúndur voru eftir og tryggði þar með liðinu sæti í undanúrslitunum þar sem það mætir að öllum líkindum Dijon frá Frakklandi.

Landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason skoraði tólf stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar á 18 mínútum spiluðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert