Lýsandi: Forsetinn segir að við ætlum að eignast Ísland

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP/Mandel Ngan

Jim Boeheim lýsandi lét áhugaverð ummæli falla þegar hann lýsti leik California Golden Bears og Virgina Tech Hokies í bandaríska háskólakörfuboltanum í gærkvöldi. 

Á meðan á leikhléi stóð fór Boeheim að ræða hvað klukkan væri á Íslandi. Þar nefndi hann í kjölfarið að Donald Trump Bandaríkjaforseti hygðist eignast Ísland. 

„Klukkan er átta á Íslandi. Forsetinn segist hvort sem er ætla að eignast það land, þannig að við getum gert þá undantekningu,“ sagði Boeheim.

Aldrei nefnt Ísland

Meðlýsendur hans virtust ekki nægilega ánægðir með ummæli Boeheim og vildu fara að ræða körfubolta á nýjan leik.

Trump hefur aldrei nefnt að hann vilji eignast Ísland, en hefur hins vegar nefnt Grænland mörgum sinnum í slíku samhengi. 

Um misskilning á milli landanna tveggja eða grín gæti verið um að ræða hjá lýsandanum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert