Danielle heldur sínu striki

Danielle Rodriguez.
Danielle Rodriguez. mbl.is/Karítas

Landsliðskonan Danielle Rodriguez var næststigahæst í liði Fribourg í stórsigri liðsins á Pully, 87:54, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum um svissneska meistaratitilinn í körfubolta í Fribourg í kvöld. 

Danielle skoraði 20 stig en ásamt því tók hún eitt frákast og gaf fimm stoðsendingar. 

Fribourg vann deildarkeppnina en tvo sigra þarf til að komast í undankeppnina. Næsti leikur liðanna fer fram á föstudaginn og þar getur Fribourg tryggt sig áfram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert