Deildarmeistarar Hauka luku keppni í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik með öruggum sigri á nýkrýndum bikarmeisturum Njarðvíkur, 94:68, í Ólafssal á Ásvöllum í kvöld.
Fengu Haukar bikarinn fyrir sigurinn í deildinni afhentan að leik loknum.
Haukar ljúka keppni með 38 stig og Njarðvík hafnar í öðru sæti með 32 stig. Næst tekur við átta liða úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn.
Í kvöld voru Haukar við stjórn allan tímann. Staðan í hálfleik var 49:37 og 73:54 að loknum þriðja leikhluta.
Í fjórða og síðasta leikhluta bættu Haukar enn í og unnu að lokum 26 stiga sigur.
Lore Devos fór hamförum hjá Haukum er hún skoraði 27 stig, tók 17 fráköst og stal boltanum fimm sinnum. Tinna Guðrún Alexandersdóttir bætti við 17 stigum.
Brittany Dinkins fór einu sinni sem áður fyrir Njarðvík þegar hún skoraði 15 stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar.
Gangur leiksins:: 6:4, 10:13, 18:17, 23:20, 26:25, 30:31, 45:36, 49:37, 50:42, 58:46, 63:49, 73:54, 76:59, 85:65, 87:66, 94:68.
Haukar: Lore Devos 27/17 fráköst/5 stolnir, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 17/4 fráköst, Diamond Alexis Battles 13/5 stoðsendingar, Sólrún Inga Gísladóttir 11, Rósa Björk Pétursdóttir 9/7 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/10 stoðsendingar, Inga Lea Ingadóttir 5, Hafrós Myrra Eyland Hafsteinsdóttir 2, Eva Margrét Kristjánsdóttir 2/9 fráköst.
Fráköst: 28 í vörn, 19 í sókn.
Njarðvík: Brittany Dinkins 15/10 fráköst/6 stoðsendingar, Paulina Hersler 13/8 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 10/10 fráköst, Sara Björk Logadóttir 9, Hulda María Agnarsdóttir 8, Veiga Dís Halldórsdóttir 4, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 3, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 3, Kristín Björk Guðjónsdóttir 2, Krista Gló Magnúsdóttir 1/4 fráköst.
Fráköst: 37 í vörn, 5 í sókn.
Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Einar Valur Gunnarsson.
Áhorfendur: 121