Grindavík hafði betur gegn Hamri/Þór, 91:90, í æsispennandi og mikilvægum leik í lokaumferðinni í neðri hluta úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í Smáranum í Kópavogi í kvöld.
Með sigrinum tryggði Grindavík sér sæti í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn á meðan Hamar/Þór hafnar í næstneðsta sæti og fer með liðum úr 1. deild í umspil um sætið á meðal þeirra bestu.
Hamar/Þór var skrefinu á undan stóran hluta leiksins og var til að mynda átta stigum yfir, 42:50, í hálfleik.
Hamar/Þór hélt Grindavík nokkuð frá sér framan af síðari hálfleik en í fjórða og síðasta leikhluta gerði Grindavík mikið áhlaup og komst yfir í stöðunni 84:83 þegar fjórar mínútur lifðu leiks.
Eftir æsispennandi lokamínútur var það svo Grindavík sem tryggði sér dramatískan eins stigs sigur.
Fyrirliðinn Hulda Björk Ólafsdóttir skoraði 26 stig fyrir Grindavík og stal boltanum þrisvar sinnum. Daisha Bradford bætti við 25 stigum, tíu fráköstum og sjö stoðsendingum.
Hjá Hamri/Þór fór Abby Beeman með himinskautum og skoraði nærri því helming stiga liðsins þegar hún skoraði 43 stig, tók níu fráköst, gaf átta stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum.
Smárinn, Bónus deild kvenna, 26. mars 2025.
Gangur leiksins:: 4:5, 11:14, 18:19, 24:29, 27:37, 34:42, 43:49, 52:60, 56:65, 63:67, 65:75, 71:78, 74:80, 80:83, 87:87, 91:90.
Grindavík: Hulda Björk Ólafsdóttir 26, Daisha Bradford 25/10 fráköst/7 stoðsendingar, Mariana Duran 15/6 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Isabella Ósk Sigurðardóttir 11/6 fráköst/3 varin skot, Ena Viso 6/6 fráköst/6 stoðsendingar, Ólöf Rún Óladóttir 4, Sóllilja Bjarnadóttir 2, Sofie Tryggedsson Preetzmann 2/5 fráköst.
Fráköst: 27 í vörn, 12 í sókn.
Hamar/Þór: Abby Claire Beeman 43/9 fráköst/8 stoðsendingar, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 14/9 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 11, Hana Ivanusa 10/6 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 4, Gígja Rut Gautadóttir 3/5 fráköst, Bergdís Anna Magnúsdóttir 3, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 2.
Fráköst: 25 í vörn, 6 í sókn.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jakob Árni Ísleifsson, Ingi Björn Jónsson.
Áhorfendur: 132