Keflavík tryggði sér þriðja sætið í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik með því að vinna Þór á Akureyri, 90:88, í lokaumferð deildarinnar í kvöld.
Með sigrinum fór Keflavík upp fyrir Þór, sem hafnar í fjórða sæti, en bæði lið unnu sér inn 26 stig.
Sara Rún Hinriksdóttir lék frábærlega fyrir Keflavík er hún skoraði 28 stig og tók níu fráköst.
Stigahæst í leiknum var Amandine Toi sem skoraði 31 stig fyrir Þór. Eva Wium Elíasdóttir bætti við 23 stigum auk þess að stela boltanum þrisvar.
Höllin Ak, Bónus deild kvenna, 26. mars 2025.
Gangur leiksins:: 6:12, 15:17, 24:22, 28:22, 34:24, 36:28, 40:31, 44:39, 52:44, 56:46, 60:52, 68:59, 73:68, 81:74, 83:83, 88:90.
Þór Ak.: Amandine Justine Toi 31/4 fráköst, Eva Wium Elíasdóttir 23/4 fráköst, Madison Anne Sutton 19/24 fráköst/6 stoðsendingar, Emma Karólína Snæbjarnardóttir 8/4 fráköst, Hanna Gróa Halldórsdóttir 6/8 fráköst/5 stoðsendingar, Heiða Hlín Björnsdóttir 1.
Fráköst: 27 í vörn, 19 í sókn.
Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 28/9 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 15/6 fráköst, Agnes María Svansdóttir 14, Anna Ingunn Svansdóttir 9, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Thelma Dís Ágústsdóttir 8/6 stoðsendingar, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Julia Bogumila Niemojewska 3/6 fráköst.
Fráköst: 20 í vörn, 10 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Guðmundur Ragnar Björnsson, Sófus Máni Bender.
Áhorfendur: 120
Tindastóll tryggði sér sjötta sætið í deildinni með því að leggja Stjörnuna að velli, 78:67, á Sauðárkróki í kvöld.
Með sigrinum fór Tindastóll upp fyrir Stjörnuna en bæði lið fara í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn.
Randi Brown átti stórleik fyrir Tindastól er hún skoraði 33 stig, tók sex fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal boltanum þrisvar sinnum.
Hjá Stjörnunni var Denia Davis-Stewart stigahæst með 28 stig, 15 fráköst og þrjú varin skot.
Sauðárkrókur, Bónus deild kvenna, 26. mars 2025.
Gangur leiksins:: 2:4, 7:8, 7:14, 12:17, 17:23, 22:27, 30:29, 41:34, 44:40, 49:46, 56:49, 60:55, 62:57, 62:61, 68:65, 78:67.
Tindastóll: Randi Keonsha Brown 33/6 fráköst/6 stoðsendingar, Brynja Líf Júlíusdóttir 17/9 fráköst, Ilze Jakobsone 10/4 fráköst/6 stoðsendingar, Inga Sólveig Sigurðardóttir 8/4 fráköst, Edyta Ewa Falenzcyk 4/8 fráköst, Zuzanna Krupa 4, Rannveig Guðmundsdóttir 2/4 fráköst.
Fráköst: 19 í vörn, 18 í sókn.
Stjarnan: Denia Davis- Stewart 28/15 fráköst/3 varin skot, Diljá Ögn Lárusdóttir 24/5 fráköst/6 stoðsendingar, Elísabet Ólafsdóttir 6, Berglind Katla Hlynsdóttir 5, Bára Björk Óladóttir 2, Ana Clara Paz 2/6 fráköst.
Fráköst: 23 í vörn, 9 í sókn.
Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Sigurbaldur Frímannsson, Daníel Steingrímsson.
Áhorfendur: 300