Keflavík tryggði þriðja sætið – Tindastóll upp fyrir Stjörnuna

Sara Rún Hinriksdóttir átti stórleik fyrir Keflavík í kvöld.
Sara Rún Hinriksdóttir átti stórleik fyrir Keflavík í kvöld. Ljósmynd/Egill Bjarni

Keflavík tryggði sér þriðja sætið í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik með því að vinna Þór á Akureyri, 90:88, í lokaumferð deildarinnar í kvöld.

Með sigrinum fór Keflavík upp fyrir Þór, sem hafnar í fjórða sæti, en bæði lið unnu sér inn 26 stig.

Sara Rún Hinriksdóttir lék frábærlega fyrir Keflavík er hún skoraði 28 stig og tók níu fráköst.

Stigahæst í leiknum var Amandine Toi sem skoraði 31 stig fyrir Þór. Eva Wium Elíasdóttir bætti við 23 stigum auk þess að stela boltanum þrisvar.

Þór Ak. - Keflavík 88:90

Höllin Ak, Bónus deild kvenna, 26. mars 2025.

Gangur leiksins:: 6:12, 15:17, 24:22, 28:22, 34:24, 36:28, 40:31, 44:39, 52:44, 56:46, 60:52, 68:59, 73:68, 81:74, 83:83, 88:90.

Þór Ak.: Amandine Justine Toi 31/4 fráköst, Eva Wium Elíasdóttir 23/4 fráköst, Madison Anne Sutton 19/24 fráköst/6 stoðsendingar, Emma Karólína Snæbjarnardóttir 8/4 fráköst, Hanna Gróa Halldórsdóttir 6/8 fráköst/5 stoðsendingar, Heiða Hlín Björnsdóttir 1.

Fráköst: 27 í vörn, 19 í sókn.

Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 28/9 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 15/6 fráköst, Agnes María Svansdóttir 14, Anna Ingunn Svansdóttir 9, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Thelma Dís Ágústsdóttir 8/6 stoðsendingar, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Julia Bogumila Niemojewska 3/6 fráköst.

Fráköst: 20 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Guðmundur Ragnar Björnsson, Sófus Máni Bender.

Áhorfendur: 120

Stólarnir sterkir á Sauðárkróki

Tindastóll tryggði sér sjötta sætið í deildinni með því að leggja Stjörnuna að velli, 78:67, á Sauðárkróki í kvöld.

Með sigrinum fór Tindastóll upp fyrir Stjörnuna en bæði lið fara í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn.

Randi Brown átti stórleik fyrir Tindastól er hún skoraði 33 stig, tók sex fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal boltanum þrisvar sinnum.

Hjá Stjörnunni var Denia Davis-Stewart stigahæst með 28 stig, 15 fráköst og þrjú varin skot.

Tindastóll - Stjarnan 78:67

Sauðárkrókur, Bónus deild kvenna, 26. mars 2025.

Gangur leiksins:: 2:4, 7:8, 7:14, 12:17, 17:23, 22:27, 30:29, 41:34, 44:40, 49:46, 56:49, 60:55, 62:57, 62:61, 68:65, 78:67.

Tindastóll: Randi Keonsha Brown 33/6 fráköst/6 stoðsendingar, Brynja Líf Júlíusdóttir 17/9 fráköst, Ilze Jakobsone 10/4 fráköst/6 stoðsendingar, Inga Sólveig Sigurðardóttir 8/4 fráköst, Edyta Ewa Falenzcyk 4/8 fráköst, Zuzanna Krupa 4, Rannveig Guðmundsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 19 í vörn, 18 í sókn.

Stjarnan: Denia Davis- Stewart 28/15 fráköst/3 varin skot, Diljá Ögn Lárusdóttir 24/5 fráköst/6 stoðsendingar, Elísabet Ólafsdóttir 6, Berglind Katla Hlynsdóttir 5, Bára Björk Óladóttir 2, Ana Clara Paz 2/6 fráköst.

Fráköst: 23 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Sigurbaldur Frímannsson, Daníel Steingrímsson.

Áhorfendur: 300

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka