Bandaríski körfuboltamaðurinn Damian Lillard leikur ekki með Milwaukee Bucks í NBA-deildinni næstu vikurnar.
Frá þessu var greint á heimasíðu deildarinnar en Lillard, sem er 34 ára gamall, greindist með blóðtappa í kálfa og verður frá keppni í einhvern tíma vegna þessa.
Hann er annar leikmaður deildarinnar sem greinist með blóðtappa á stuttum tíma en Victor Wembanyama, leikmaður San Antonio Spurs, greindist með blóðtappa í öxl fyrr í vetur.
Lillard hefur verið í lykilhlutverki með Milwaukee á tímabilinu og skorað 25 stig að meðaltali í leik, ásamt því að taka fimm fráköst og gefa sjö stoðsendingar.
Milwaukee er sem stendur í fimmta sæti austurdeildarinnar með 40 sigra og með annan fótinn í úrslitakeppninni þegar tú umferðum er ólokið af deildarkeppninni.