Ísland mætir Ísrael í fyrsta leiknum

Íslenska liðið leikur í D-riðli í Katowice 28. ágúst til …
Íslenska liðið leikur í D-riðli í Katowice 28. ágúst til 4. september. mbl.is/Ólafur Árdal

Fyrsti leikur Íslands í lokakeppni Evrópumóts karla í körfuknattleik í sumar verður gegn Ísraelsmönnum.

Þjóðirnar eru í D-riðli ásamt Póllandi, Frakklandi, Slóveníu og Belgíu en riðillinn er leikinn í Katowice í Póllandi frá 28. ágúst til 4. september. Fjögur efstu liðin komast í 16-liða úrslitin sem hefjast í Ríga í Lettlandi 6. september.

Leikir Íslands á EM eru þessir:

28. ágúst: Ísland - Ísrael.
30. ágúst: Ísland - Belgía.
31. ágúst: Ísland - Pólland.
2. september: Ísland - Slóvenía.
4. september: Ísland - Frakkland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert