Ísland verður í riðli með Frakklandi, Ísrael og Belgíu, auk Póllands og Slóveníu, í lokakeppni Evrópumóts karla í sumar.
Dregið var í riðlana við hátíðlega athöfn í Ríga í Lettlandi í dag.
Ísland er í D-riðli í Katowice í Póllandi en hinir þrír riðlarnir eru leiknir í Tampere í Finnlandi, Ríga í Lettlandi og Limassol á Kýpur. Útsláttarkeppnin frá 16-liða úrslitum fer fram í Ríga.
Fyrsti leikur íslenska liðsins í D-riðli fer fram 28. ágúst og sá fimmti og síðasti 4. september. Eftir það tekur útsláttarkeppnin við.
Riðlarnir sex verða þannig skipaðir:
A-riðill í Lettlandi: Serbía, Lettland, Tékkland, Tyrkland, Eistland, Portúgal.
B-riðill í Finnlandi: Þýskaland, Litáen, Svartfjallaland, Finnland, Bretland, Svíþjóð.
C-riðill á Kýpur: Spánn, Grikkland, Ítalía, Georgía, Bosnía, Kýpur.
D-riðill í Póllandi: Frakkland, Slóvenía, Pólland, Ísrael, Belgía, Ísland.
Fylgst var með drættinum í beinni textalýsingu sem sjá má hér fyrir neðan.