KR-ingar byrja betur

Lea Gunnarsdóttir skoraði sex stig fyrir KR.
Lea Gunnarsdóttir skoraði sex stig fyrir KR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

KR hafði betur gegn Hamri/Þór í fyrsta leik liðanna í úrslitum í umspili um sæti í efstu deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð, 89:85, í Hveragerði í kvöld.

Hamar/Þór þarf þrjá sigra til að halda sæti sínu í deildinni á meðan KR þarf þrjá sigra til að taka sæti Hamars/Þórs í deild þeirra bestu.

Staðan eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik var 37:35 fyrir KR. KR vann svo þriðja leikhluta 26:23 og kom 29:26-sigur Hamars/Þórs í fjórða leikhlutanum ekki að sök fyrir KR-inga.

Cheah Whitsitt átti stórleik fyrir KR, skoraði 37 stig og tók 23 fráköst. Rebekka Rut Steingrímsdóttir gerði 25 stig.

Abby Beeman skoraði 31 stig og tók tíu fráköst fyrir Hamar/Þór og Hana Ivanusa skoraði 20 stig.

Gangur leiksins:: 3:4, 5:10, 8:16, 13:22, 16:26, 25:31, 29:31, 33:37, 41:42, 46:50, 49:57, 56:63, 61:68, 71:72, 75:79, 85:89.

Hamar/Þór: Abby Claire Beeman 31/10 fráköst/7 stoðsendingar, Hana Ivanusa 20/8 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 12, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 9/10 fráköst, Gígja Rut Gautadóttir 3, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 3, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 3, Fatoumata Jallow 3, Bergdís Anna Magnúsdóttir 1.

Fráköst: 29 í vörn, 8 í sókn.

KR: Cheah Emountainspring Rael Whitsitt 37/23 fráköst/7 stoðsendingar, Rebekka Rut Steingrímsdóttir 25, Perla Jóhannsdóttir 10/5 stolnir, Lea Gunnarsdóttir 6/5 fráköst, Anna María Magnúsdóttir 6/8 fráköst/7 stoðsendingar, Ugne Kucinskaite 3, Arndís Rut Matthíasardóttir 2.

Fráköst: 32 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Jón Þór Eyþórsson, Ingi Björn Jónsson, Sófus Máni Bender.

Áhorfendur: 90.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert