Oddaleikur Stjörnunnar og Grindavíkur stóð heldur betur undir væntingum í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik á heimavelli Stjörnunnar síðasta mánudagskvöld.
Stjarnan fór með nauman sigur af hólmi, 74:70, og var spenna allan tímann. Grindavík fékk tækifæri til að komast yfir og jafna á síðustu mínútu leiksins en Stjörnumenn nýttu sína sókn og unnu þess vegna.
Þetta var enn ein spennandi rimman sem við höfum séð á síðustu árum og hefur körfuboltinn yfirtekið aðrar íþróttir í vinsældum í apríl og maí hér á landi.
Í kjölfar leiksins sá ég umræðu á Bónus-spjallinu, sem er spjallhópur um íslenska körfuboltann á Facebook. Þar vildu sumir fjölga sigrunum sem þarf til að vinna í fjóra, allavega í undanúrslitum og úrslitum, frekar en þrjá eins og er núna.
Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag og er einnig aðgengilegur í appinu Mogginn.