Ömurlegar fréttir fyrir einn þann besta

Stephen Curry fór meiddur af velli í nótt.
Stephen Curry fór meiddur af velli í nótt. AFP/David Berding

Körfuboltamaðurinn Stephen Curry missir af næstu leikjum Golden State Warriors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar vegna meiðsla í læri.

Curry varð fyrir meiðslunum í 99:88-útisigrinum á Minnesota Timberwolves í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum í nótt.

Leikið er mjög þétt í úrslitakeppninni og hætt við að Curry missi af nokkrum leikjum vegna meiðslanna.

„Ég talaði við hann í hálfleik og hann er niðurbrotinn. Meiðsli eru því miður hluti af leiknum og við verðum að halda áfram,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, í samtali við CNN eftir leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka