Indiana Pacers er komið í 3:1 í einvígi sínu við Cleveland Cavaliers í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfuknattleik eftir að hafa unnið öruggan sigur, 129:109, í fjórða leik í nótt.
Fjóra leiki þarf til að vinna einvígið og þarf Indiana því einungis einn sigur til viðbótar. Liðin mætast í Cleveland í fimmta leik annað kvöld.
Pascal Siakam var stigahæstur hjá Indiana með 21 stig og sex fráköst. Skammt undan voru Myles Turner og Obi Toppin, báðir með 20 stig. Turner tók sjö fráköst og Toppin fimm.
Stigahæstur hjá Cleveland var Darius Garland með 21 stig og sex stoðsendingar.