Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson var stigahæstur hjá Belfius Mons er liðið mátti þola tap gegn Mechelen, 85:80, á útivelli í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum í úrslitakeppni belgíska körfuboltans í kvöld.
Styrmir skoraði 16 stig, tók tvö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar á 32 mínútum. Var hann með fjórum stigum meira en næsti maður en alls skoruðu sex leikmenn tíu stig eða meira fyrir Belfius Mons.
Næsti leikur einvígisins fer fram á heimavelli Belfius Mons á fimmtudagskvöld.