Martin og félagar í úrslit

Martin Hermannsson og félagar eru komnir í úrslit.
Martin Hermannsson og félagar eru komnir í úrslit. mbl.is/Ólafur Árdal

Alba Berlín tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum umspilsins þar sem sæti í úrslitakeppninni um þýska meistaratitilinn í körfubolta er undir.

Alba sigraði Syntainics á heimavelli, 81:78. Martin Hermannsson skoraði fjögur stig, tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar á 19 mínútum með Alba.

Alba, sem endaði í sjöunda sæti í deildinni, mætir Oldenburg, sem endaði í níunda sæti, í úrslitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert