Óttast það versta hjá stjörnunni

Óttast er að Jayson Tatum hafi slitið hásin.
Óttast er að Jayson Tatum hafi slitið hásin. AFP/Elsa

Jayson Tatum, stærsta stjarna NBA-meistara Boston Celtics, fór sárþjáður af velli þegar liðið tapaði fyrir New York Knicks í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar í nótt.

Óttast er að Tatum hafi slitið hásin á hægri fæti sem myndi ekki einungis þýða að þátttöku hans á yfirstandandi tímabili sé lokið heldur að stór hluti næsta tímabils er í hættu.

Fer Tatum í myndatöku í dag þar sem kemur í ljós hvort meiðslin séu jafn alvarleg og útlit er fyrir.

Í sjónvarpsútsendingu eftir leikinn var hann myndaður í hjólastól þar sem tárin streymdu niður kinnar Tatums, sem er ekki til þess fallið að sefa áhyggjur Boston-manna.

Tatum heldur um hásinina.
Tatum heldur um hásinina. AFP/Elsa
Tatum hjálpað af velli.
Tatum hjálpað af velli. AFP/Elsa
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert