Taka upp tillögu sem var hafnað

Erlendir leikmenn eru áberandi í úrvalsdeildunum.
Erlendir leikmenn eru áberandi í úrvalsdeildunum. mbl.is/Eyþór

Nokkurt ósætti er innan körfuknattleikshreyfingarinnar í kjölfar þess að stjórn KKÍ samþykkti nýja reglu um fjölda erlendra leikmanna með íslenskum liðum á næsta tímabili.

Samkvæmt henni er tryggt að minnst einn íslenskur leikmaður sé inni á vellinum hverju sinni því aðeins fjórir erlendir leikmenn mega vera í leikmannahópnum. Kristinn Albertsson formaður KKÍ segir að tilgangurinn sé að styðja betur við íslenska leikmenn.

Formaður körfuknattleiksdeildar Vals segir að með þessu sé verið að taka upp tillögu sem var hafnað á ársþingi KKÍ og þar með sé stigið mjög sérstakt skref. Formaður körfuknattleiksdeildar KR segir að þingið hafi kallað skýrt eftir svokallaðri 3+2-reglu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert