Indiana Pacers tryggði sér í nótt sæti í í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfuknattleik með því að leggja Cleveland Cavaliers að velli, 114:105, í fimmta leik liðanna.
Indiana vann einvígið þar með 4:1.
Tyrese Haliburton átti stórleik fyrir Indiana er hann skoraði 31 stig, tók sex fráköst og gaf átta stoðsendingar. Pascal Siakam bætti við 21 stigi og átta fráköstum.
Hjá Cleveland var Donovan Mitchell einu sinni sem áður atkvæðamestur en hann var stigahæstur í leiknum með 35 stig og níu fráköst.
Í undanúrslitum Vesturdeildarinnar náði Oklahoma City Thunder forystu í einvígi sínu við Denver Nuggets með 112:105-sigri í fimmta leik.
Staðan er 3:2 í einvíginu og þarf Oklahoma City því einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar.
Ótrúlegur leikur Nikola Jokic, Jókersins, dugði ekki til en hann skoraði 44 stig og tók 15 fráköst fyrir Denver. Þá var Jamal Murray með 28 stig.
Kanadamaðurinn Shai Gilgeous-Alexander var atkvæðamestur hjá Oklahoma City með 31 stig, sex fráköst og sjö stoðsendingar.