Denver knúði fram oddaleik

Nikola Jokic fagnar sigri Denver Nuggets í nótt.
Nikola Jokic fagnar sigri Denver Nuggets í nótt. AFP/Matthew Stockman

Denver Nuggets tryggði sér oddaleik í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfuknattleik með því að leggja Oklahoma City Thunder að velli, 119:107, í sjötta leik liðanna í Denver í nótt.

Staðan í einvíginu er því 3:3 og ráðast úrslitin í oddaleik í Oklahoma á sunnudagskvöld.

Nikola Jokic var atkvæðamestur hjá Denver með 29 stig, 14 fráköst og átta stoðsendingar. Jamal Murray bætti við 25 stigum, átta fráköstum og sjö stoðsendingum og Christian Braun var með 23 stig og 11 fráköst.

Shai Gilgeous-Alexander var einu sinni sem áður stigahæstur hjá Oklahoma City og í leiknum. Hann skoraði 32 stig og gaf sex stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert