Styrmir Snær Þrastarson og samherjar hans í Belfius Mons eru úr leik í baráttunni um belgíska meistaratitilinn í körfuknattleik eftir tap fyrir Mechelen í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum.
Leikið var í Mons en Mechelen vann stórsigur, 92:67, og vann þar með einvígið 2:0. Leikmenn Mons eru því komnir í sumarfrí.
Styrmir var í aðalhlutverki hjá Mons en hann skoraði 16 stig, tók 9 fráköst og átti 8 stoðsendingar og var því nálægt þrefaldri tvennu en hann lék mest allra leikmanna Mons, í 38 mínútur.