Yfirgaf Stjörnuheimilið í sjúkrabíl

Shaquille Rombley er á leiðinni á sjúkrahús.
Shaquille Rombley er á leiðinni á sjúkrahús. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nú er í gangi leikur Stjörnunnar og Tindastóls í fjórðu úrslitaviðureign liðanna um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta.

Shquille Rombley, miðherji Stjörnunnar, fór af velli í öðrum leikhluta þar sem hann átti erfitt með andardrátt og fann fyrir verki í hjartanu.

Stuttu síðar kallaði vallarþulur eftir læknum úr hópi áhorfenda og fóru tveir strax inn í klefa til að sinna leikmanninum en líðan hans er nú stöðug.

Þegar þessi frétt er skrifuð er Rombley á leiðinni á sjúkrahús til frekari skoðunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert