Mættu fjórum tímum fyrir opnun miðasölunnar

Áhuginn fyrir leiknum er gríðarlegur.
Áhuginn fyrir leiknum er gríðarlegur. Ljósmynd/Jóhann Helgi

Miðasalan fyrir stuðningsmenn Tindastóls fyrir oddaleik liðsins við Stjörnuna í úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta hófst klukkan 19 í kvöld.

Mun færri komast að en vilja og er áhuginn fyrir leiknum vægast sagt gríðarlegur. Þau fyrstu sem mættu í röðina fyrir miðasöluna voru mætt um klukkan 15 og biðu því í fjóra tíma eftir því að ná í miða.

Eins og síðustu daga hefur veðrið leikið við Skagfirðinga og aðra landsmenn í dag og því lítið mál fyrir körfuboltaunnendur að bíða utandyra eftir opnun miðasölunnar.

Skagfirðingar biðu í sólinni.
Skagfirðingar biðu í sólinni. Ljósmynd/Jóhann Helgi
Ljósmynd/Jóhann Helgi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert