Martin Hermannsson átti mjög góðan leik fyrir Alba Berlín þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Ulm í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitunum um þýska meistaratitilinn í körfubolta í kvöld.
Leiknum lauk með tólf stiga sigri Ulm, 74:62, en Martin skoraði 12 stig, tók þrjú fráköst og gaf fimm stoðsendingar á 28 mínútum.
Ulm leiðir 2:0 í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Þriðji leikur liðanna fer fram á föstudaginn kemur.