Mikil skemmtidagskrá fyrir oddaleikinn

Orri Gunnarsson og Dedrick Basile í þriðja leik. Íslandsmeistaratitill er …
Orri Gunnarsson og Dedrick Basile í þriðja leik. Íslandsmeistaratitill er í húfi á Sauðárkróki í kvöld. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Tindastóll stendur fyrir heljarinnar skemmtidagskrá fyrir oddaleik karlaliðsins gegn Stjörnunni í úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 20 en skemmtidagskráin hefst töluvert fyrr þar sem tjald fyrir utan Síkið opnar klukkan 17.

Þar verður hægt að festa kaup á drykkjum, hamborgurum og Tindastólsvarningi. Brakandi sól og blíða er á Sauðárkróki þar sem verður 18 gráðu hiti fram eftir degi.

Skemmtidagskrá hefst svo klukkan 17.30 þegar Sæþór Már stígur á svið ásamt hljómsveit. Ágúst Brynjarsson tekur við klukkan 18 og Úlfur Úlfur stígur svo á svið 18.15.

Auðunn Blöndal og Sverrir Bergmann stíga loks á stokk klukkan 18.30.

Skemmtidagskráin:

17.30 - Sæþór Már ásamt hljómsveit
18.00 - Ágúst Brynjarsson
18.15 - Úlfur Úlfur
18.30 - Auðunn Blöndal og Sverrir Bergmann

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert