Öruggur sigur í fyrsta úrslitaleik

Shai Gilgeous-Alexander fagnar eftir að hafa skorað í nótt.
Shai Gilgeous-Alexander fagnar eftir að hafa skorað í nótt. AFP/Joshua Gateley

Oklahoma City Thunder vann mjög öruggan sigur á Minnesota Timberwolves, 114:88, í fyrsta úrslitaleik Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfuknattleik í nótt.

Staðan í einvíginu er 1:0 en vinna þarf fjóra leiki til þess að tryggja sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar. New York Knicks og Indiana Pacers mætast í úrslitum Austurdeildar.

Shai Gilgeous-Alexander fór fyrir Oklahoma City sem fyrr og skoraði 31 stig ásamt því að gefa níu stoðsendingar.

Julius Randle fór fyrir Minnesota en hann skoraði 28 stig og tók átta fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert