Það komu tímar þar sem maður missti ekki af leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.
Þrátt fyrir að leikirnir byrjuðu mjög seint á kvöldin og stundum eftir miðnætti, missti maður ekki úr mínútu og mætti ennþá hálfsofandi til vinnu daginn eftir þrátt fyrir tveggja til þriggja tíma svefn um nóttina.
Í dag þyrfti eitthvað mikið að gerast svo ég myndi nenna að vaka yfir leik í deildinni, jafnvel þótt það væri oddaleikur í úrslitaeinvígi deildarinnar.
Vinsældir deildarinnar hafa snarminnkað og áhorfið eftir því.
Tindastóll tekur á móti Stjörnunni í oddaleik úrslitaeinvígis Íslandsmótsins í körfubolta í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld.
Fyrir mér er himinn og haf á milli úrslitakeppninnar í NBA-deildinni og á Íslandi og ég tæki þá íslensku fram yfir þá bandarísku alla daga ársins.
Bakvörð Bjarna má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.