Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppni Íslandsmótsins í körfuknattleik eftir að Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í gærkvöldi.
Ægir Þór lék frábærlega í úrslitakeppninni og þá sérstaklega í úrslitaeinvíginu gegn Tindastóli.
Stjarnan vann oddaleik á Sauðárkróki, 82:77, í gærkvöldi eftir gífurlega spennu.