Fjögur lönd halda EM 2029

Ísland fer á EM 2025 síðar á þessu ári og …
Ísland fer á EM 2025 síðar á þessu ári og næsta keppni þar á eftir er EM 2029. mb.is/Ólafur Árdal

Lokakeppni Evrópumóts karla í körfuknattleik árið 2029 verður haldin í fjórum löndum, samkvæmt hefð undanfarinna ára, og mótsstaðir voru kynntir í dag.

Mótið verður haldið í Eistlandi, Grikklandi, Spáni og Slóveníu í ágúst og september 2029.

Leikstaðir verða Tallinn, Aþena, Madríd og Ljubljana, og útsláttarkeppnin fer fram í Madríd.

Íslenska landsliðið er á leið á EM 2025 í ágúst og september og leikur í Katowice í Póllandi en hinir riðlanir fara fram á Kýpur, í Finnlandi og Lettlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert