Shai Gilgeous-Alexander, Kanadamaðurinn í liði Oklahoma City Thunder, hefur verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfuknattleik í fyrsta sinn á ferlinum.
Gilgeous-Alexander hefur farið með himinskautum á tímabilinu enda skoraði hann 33 stig að meðaltali í leik í deildakeppni NBA.
Hann er 26 ára bakvörður og hóf úrslitaeinvígi Vesturdeildar með stæl þegar hann skoraði 35 stig í fyrsta leik gegn Minnesota Timberwolves, sem lauk með öruggum sigri Oklahoma.
Oklahoma City vann Vesturdeildina í vor og þykir líklegt til að vinna sinn fyrsta NBA-meistaratitil.