Mikill liðstyrkur í Laugardalinn

Sylvía Rún Hálfdanardóttir.
Sylvía Rún Hálfdanardóttir. Ljósmynd/Ármann

Körfuboltakonan Sylvía Rún Hálfdanardóttir er gengin til liðs við Ármann og mun leika með liðinu í úrvalsdeild kvenna á komandi keppnistímabili.

Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni en Sylvía Rún, sem er 26 ára gömul, er uppalin hjá Haukum í Hafnarfirði en hefur einnig leikið með Stjörnunni, Þór frá Akureyri og Val á ferlinum, og einnig með íslenska landsliðinu.

Hún hefur verið í fríi frá körfubolta undanfarin ár en Ármenningar tryggðu sér sæti í úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í 65 ár með sigri í 1. deildinni á nýliðnu tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert